Bláþræðir -dagbók vændiskonu

Þessi bók er tileinkuð Nínu. Þrátt fyrir prýðilega umsögn lesara bókaforlagsins Eddu var útgáfu hafnað á þeirri forsendu að yrkisefnið væri "ekki ljóðrænt".

Thursday, October 07, 2004

Á vinnustofu listamanns

-

Horfi á blýantinn gæla við hálslínu
strjúka mýkt yfir kviðinn

viðarkolum hefur þú leikið nekt mína
laðað úr hörundi mínu
liti sem ekki er þó ætlað að lenda á striga.

Og ég sem vildi vera þér Mona Lisa,
þarna sit ég pappírnum,
sposklaus með öllu.

Svarthvít niðurstaða
af litfrjóum leik.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home