Bláþræðir -dagbók vændiskonu

Þessi bók er tileinkuð Nínu. Þrátt fyrir prýðilega umsögn lesara bókaforlagsins Eddu var útgáfu hafnað á þeirri forsendu að yrkisefnið væri "ekki ljóðrænt".

Tuesday, September 07, 2004

Ljóð handa bjargvætti

-

Bjargaðu mér!
Bjargaðu mér frá dráttarvöxtum.
Frá samveru við fjölskylduna.
Frá því að heyra ekki framar “heimild synjað”
við afgreiðsluborðið í Bónus.

Bjargaðu einnig súlustúlkunni
(sem áður vann 7 tíma á dag á spænsku hóruhúsi)
frá því að eygja von um svepplaust líf
með því að bera sig fyrir manninn þinn
bak við tjöldin.

Bjargaðu frá geðillskukasti
öllum háskólagengnu konunum
sem sjá eftir tekjum maka sínna
í vasa ómenntaðs útlendings.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home