Bláþræðir -dagbók vændiskonu

Þessi bók er tileinkuð Nínu. Þrátt fyrir prýðilega umsögn lesara bókaforlagsins Eddu var útgáfu hafnað á þeirri forsendu að yrkisefnið væri "ekki ljóðrænt".

Tuesday, September 07, 2004

Frétt

-

Á litþrungnum blámorgni
blómstra kyrraðarrunnar í Norðurmýrinni
og einsemdin röltir í skjóli þeirra
á fund lausakonu sem vakir enn
með huggun í höndum.

“Velkomin”, segir hún
og brosið nær fram í fingurgóma.
“Nú hætti ég bráðum í bransanum.
Þeir sýndu dömunni stjörnur í gær.”

0 Comments:

Post a Comment

<< Home